Sjálfbærni og umhverfi
Stefna Brims í sjálfbærni og umhverfismálum
Brim er eitt af þeim sjávarútvegsfélögum sem undirritaði sameiginlega stefnu SFS í samfélagsábyrgð árið 2020. Stefnan grundvallast á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Með undirritun er félagið skuldbundið til að vinna samkvæmt stefnunni sem skiptist í þrjá megin hluta: bætum hringrásina, lágmörkum sótsporið og orkunýting og orkuskipti. Stefnan lýsir leiðum að þessum markmiðum.
Brim hefur í fjölda ára verið framarlega í umhverfismálum og leitar sífellt nýrra leiða til að fullvinna afurðir og endurnýta eða endurvinna allan úrgang. Orkunotkun og orkuskipti eru félaginu hugleikin og er stöðugt verið að leita leiða til að draga úr olíunotkun og auka notkun endurnýjanlegrar orku.
Markmið Brims í umhverfis- og sjálfbærniþáttum
Brim hefur í áratugi verið annt um að ganga vel um náttúruna og hefur náð góðum árangri í að draga úr umhverfisáhrifum veiða og vinnslu félagsins. Alltaf er hægt að gera betur og hefur félagið sett sér neðangreind markmið í umhverfis- og sjálfbærniþáttum til næstu þriggja ára. Lögð verður áhersla á að draga úr olíunotkun en auka þess í stað rafmagns- og heitavatnsnotkun. Einnig að draga úr rekstrarúrgangi.
- Brim hefur sett sér það markmið til ársins 2025 að auka hlutfallslega notkun á landrafmagni til skipa þegar þau eru í höfn um 10-20% í stað olíu. Á árinu 2021 fór notkunin úr 571 MWh í 631 MWh eða aukning upp á 10,5%.
- Brim hefur sett sér það markmið til ársins 2025 að auka hlutfallslega notkun heitavatns til skipa í höfn um 30-50% í stað olíu. Á árinu 2020 var heitavatnsnotkun til skipa 1.852 m3 en fór í 3.741 m3 á árinu 2021 eða aukning upp á 102%.
- Stefnt verður að því að setja upp rafmagnstengingu fyrir uppsjávarskip á hafnarbakkanum á Vopnafirði fyrir árslok 2024.
- Stefnt er að því að olíunotkun hvers fiskiskips félagsins dragist saman um 2% á ári næstu árin.
- Við endurnýjun á bílum og vinnuvélum félagsins, sem nota olíu eða bensín verða valin farartæki sem nota endurnýjanlega orku ef þess er nokkur kostur.
- Ljúka útskiptum að stærstum hluta freon kælimiðla fyrir umhverfisvænni kælimiðla fyrir árslok 2025.
- Hlutfall endurvinnanlegs rekstrarúrgangs aukist um 3% á ári til ársins 2025 með markvissu átaki.
- Leitað verður leiða til að aukið hlutfall rekstrarúrgangs fari í hringrásarhagkerfið.
- Umhverfistjórnunarkerfi félagsins verði notað að stýra nýtingu á raforku, köldu og heitu vatni á sem hagkvæmastan hátt og draga úr sóun.
- Brim stefnir að því að vera orðinn virkur þátttakandi í vottaðri kolefnisbindingu á Íslandi með skógrækt, með endurheimt votlendis og eða með öðrum aðferðum fyrir árið 2025.
Útgáfa grænna og blárra skuldabréfa
Brim hefur á undanförnum árum fjárfest í sjálfbærniverkefnum og markvisst dregið úr áhrifum starfsemi sinnar á umhverfið. Sjálfbærni og umhverfismál hafa um árabil skipað stóran sess í rekstri fyrirtækisins og hefur félagið árlega gert grein fyrir ófjárhagslegum þáttum starfsemi sinnar í samræmi við Global Reporting Initiative GRI100-400 og UFS leiðbeiningar Nasdaq.
Brim hlaut Umhverfisverðlaun atvinnulífsins árið 2019.
Hrein virðiskeðja sjávarútvegs
Brim hefur unnið undanfarin ár eftir ábyrgri umhverfisáætlun undir yfirskriftinni „Hrein virðiskeðja sjávarútvegs“. Þar sem markviss kortlagning umhverfisáhrifa félagsins fer í gegnum alla virðiskeðjuna, frá veiðum til markaða. Á þeim grunni vinnur Brim að nýsköpun og hönnun á nýjum lausnum til að ná utan um vistspor afurða. Markmið þessarar áætlunar er að nota tæknilega þekkingu til að þróa hjá Brimi nýja og endurbætta verkferla sem munu umbylta getu félagsins til að stýra starfsemi þess í takt við markmið á sviði umhverfis- og loftlagsmála.
Nýtt umhverfiskerfi Brims tekið í notkun
Á árinu hannaði Brim sitt eigið umhverfiskerfi. Kerfið kortleggur heildar kolefnisspor félagsins þar sem upplýsingar frá helstu þáttum í rekstri félagsins streyma með rafrænum hætti inn í umhverfisgagnagrunn (SQL) þar sem helstu mæliþættir eru síðan birtir í mælaborði og nýtast sem mikilvægar stjórnendaupplýsingar.
Helstu þættir í rekstri eru olía og kælimiðlar, útflutningur afurða, innanlandsflutningur, úrgangur, rafmagn, heitt og kalt vatn. Verkefnið hefur alltaf verið unnið út frá rekstrarlegum forsendum innan félagsins. Allt frá fyrsta degi höfum við lagt mikla áherslu á að búa til rafrænar upplýsingar sem streyma beint frá framangreindum rekstrarþáttum. Þannig tengjum við umhverfismálin og fjárhagslegan ávinning saman, þ.e. með lækkun kostnaðar, nýjum tekjumöguleikum og hagræðingarverkefnum náum við að móta félagið með umhverfislegum sjónarmiðum. Þannig tvinnum við þetta hvoru tveggja saman inn í stefnu félagsins til framtíðar.
Þessi nýja nálgun sem Brim hefur hannað og þróað í nýju umhverfiskerfi byggir á góðum reikningsskilavenjum sem við þekkjum af störfum endurskoðenda við framsetningu á fjárhagslegum upplýsingum.
Á árinu 2021 birti félagið upplýsingar úr umhverfisuppgjöri á 3ja mánaða fresti samhliða birtingu upplýsinga úr fjárhagslegu árshlutauppgjörum.
EFLA verkfræðistofa hefur endurskoðað framsett gögn fyrir árin 2021 og 2020, útreikninga í kerfinu, forsendur staðla og áritaði skýrsluna sem skoðunaraðili eftir afstemmingu gagna við fjárhag.
Þegar horft er til heildar kolefnislosunar félagsins, í samanburði á losun út frá grunnári, þegar félagið hóf fyrst að reikna fótspor félagsins á árinu 2015. Þá losaði félagið 71.688 tCO2 ígildi en fór í 66.965 tCO2 ígildi á árinu 2021 sem er lækkun um 4.723 tCO2 ígildi eða 7,1%. Breyting á innkaupastefnu félagsins við olíukaup var einn af þeim þáttum sem höfðu áhrif á þessa niðurstöðu.
Orkunýting
Umhverfisáhrif á veiddan afla
Mestu umhverfisáhrifin í rekstri Brims eru vegna olíunotkunar flotans. Undanfarin ár hefur félagið unnið markvisst að því að greina kolefnisspor frá veiðum til vinnslu ásamt því að nota í auknum mæli umhverfisvænni skipaolíu. Hafa ber í huga að fjölmargar breytur geta haft áhrif á útreikning á olíunotkun eins og samsetning afla, aflabrögð og veiðimynstur einstakra skipa ásamt veðurfari. Mikilvægt er að taka tillit til þessara forsendna þegar verið er að álykta um niðurstöður út frá tölum sem birtast hér og samanburð milli ára.
Heildarolíunotkun flotans á árinu var tæplega 22,7 milljónir lítra sem losaði 64 þúsund tonn af CO2 ígildum við veiðar á 147 þúsund tonnum upp úr sjó. Er það um 95,5% af heildarlosun félagsins sem er 71,8 þúsund tonn (Umfang 1 og Umfang 2). Öll skip Brims nota eingöngu MGO eða DMA olíu sem eru með 0,1% brennisteinsinnihald.
- Hlutur ísfisktogara af losun af CO2 ígildum er 17,7 þúsund tonn eða rúmlega fjórðungur. Þegar orkukræfni veiða er mæld, þ.e. hversu marga lítra af olíu þarf til að veiða eitt tonn af fiski, kemur í ljós að ísfisktogari notar til þess 239 lítra. Það gerir 676 kg af CO2 ígildum á hvert veitt tonn afla.
- Hlutur frystitogara í kolefnislosun á árinu var 25,3 þúsund tonn af CO2 ígildum. Orkukræfni veiða á frystitogurum er nokkuð meiri, eða 353 lítrar fyrir hvert tonn. Það gerir um 1.006 kg af CO2 ígildum á hvert veitt tonn afla.
- Kolefnislosun uppsjávarskipa á árinu var rúmlega 21,3 þúsund tonn af CO2 ígildum. Orkukræfni vegna veiða var 79 lítrar af olíu fyrir hvert veitt tonn eða 223 kg af CO2 ígildum.
Fjölmargar breytur geta haft áhrif á olíunotkun skipa, helst ber að nefna:
- Ástand fiskistofna
- Samsetning afla
- Veiðimynstur ásamt vegalengdum
- Veðurfar
Þegar olíunotkun er borin saman milli ára er rétt að hafa í huga að aflasamsetning árið 2021 er mjög frábrugðin árinu 2020. Minna var veitt af kolmunna og makríl árið 2021 en fyrra ár en á móti komu tæp 30.000 tonn af loðnu og aukning í síldveiðum um 10.000 tonn. Makríl- og kolmunnaveiðar eru almennt séð mun orkufrekari en loðnuveiðar. Einnig fóru síldveiðar árinu 2021 að mestu leiti fram á landgrunninum utan við Vopnafjörð. Olíunotkun á veitt tonn lækkar því á milli ára þó heildarnotkun hafi verið svipuð.
Eldsneyti pantað á skipin í gegnum smáforrit í farsímum
Eitt af nýsköpunarverkefnum Brims árið 2021 var hönnun og innleiðing á pöntunarkerfi eldsneytis til skipa. Nú getur starfsfólk sem pantar olíu til skipa sinnt því verkefni í gegnum smáforrit í farsíma óháð staðsetningu. Kolefnisspor (CO2) eldsneytismagnsins skráist beint í umhverfisgrunn félagsins um leið og pöntun er afgreidd af söluaðila.
Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna í árs- og samfélagsskýrslunni undir kaflanum Starfsemi - Nýsköpun
Orkunýting
Eldsneytisnotkun fiskimjölsverksmiðja
Fiskimjölsverksmiðjur félagsins, sem áður voru keyrðar á jarðefnaeldsneyti, eru nú að mestu leyti rafvæddar. Leitast er við að nota raforku í stað eldsneytis þegar framboð leyfir. Eldsneytisnotkun fiskimjölsverksmiðjanna jókst úr 464 þúsund lítrum 2020 í 751 þúsund lítra 2021, sem rekja má aðallega til skerðingar á ótryggri orku frá raforkusala. Í ár eins og árið áður var alfarið notuð DMA olía (e. distillate marine A) en sú olíutegund er með 0,1% brennisteinsinnihald.
Olíunotkun á framleitt tonn úr fiskimjölsverksmiðjum félagsins hækkaði milli ára og fór úr 6,2 lítrum á tonn í 9,0 lítra á tonn 2021. Ástæðan var raforkuskerðing á ótryggri orku frá raforkusala til verksmiðjunnar á Vopnafirði.
Heildar kolefnislosun vegna olíunotkunar frá verksmiðjum félagsins á árinu 2021 var 2.164 tonn CO2 ígilda.
Markmið félagsins er að nota umhverfisvæna orkugjafa. Með samningum um samkeppnishæft raforkuverð til fiskimjölsverksmiðja má reikna með að hlutur raforkunotkunar aukist enn meira á kostnað olíunotkunar í framtíðinni.
Stuðla að aukinni notkun á endurnýjanlegri orku
Á undanförnum áratugum hafa íslenskir fiskimjölsframleiðendur notast við bæði olíu og rafmagn við framleiðsluna. Fiskimjölsframleiðendur hafa undanfarin ár keypt skerðanlegan flutning og dreifingu á rafmagni. Vegna takmarkaðs öryggis á flutningi og dreifingu í raforkukerfinu, ótryggs framboðs á raforku og sveiflukenndrar eftirspurnar hjá fiskimjölsframleiðendum hefur olían verið nauðsynlegur varaaflgjafi í vinnslunni og komið í stað rafmagns þegar á þarf að halda. Til þess að ná fullri rafvæðingu þarf að koma til veruleg fjárfesting í flutningskerfi raforku í landinu.
Félag íslenskra fiskimjölsframleiðenda (FÍF) hefur með undirritun viljayfirlýsinga gert samkomulag við Landsnet, Rarik og HS Veitur annars vegar og Landsvirkjun hins vegar með það markmiði að stuðla að aukinni raforkunotkun við vinnslu. Þannig er hægt að draga úr notkun á orkugjöfum sem eru með hærra kolefnisspor og um leið auka líkurnar á því að markmið Parísarsamningsins og aðgerðaráætlunar ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum náist.
Í byrjun desember 2021 tilkynnti Landsvirkjun um þá ákvörðun sína að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja tæki strax gildi. Þetta mun hafa þau áhrif að félagið þarf að grípa til olíunotkunar í stað rafmagns langt fram á vor, nú þegar framundan er einhver stærsta loðnuvertíð um árabil.
Frá mars 2017 hefur Landsvirkjun og FÍF unnið eftir sameiginlegri viljayfirlýsingu sem kveður á um að stuðla að áframhaldandi notkun endurnýjanlegrar orku í fiskimjölsiðnaði. Á þessum fimm árum (2017-2021) voru notaðar 901.783 MWst af rafmagni sem þar með sparaði brennslu á 87,3 milljón lítrum af olíu. Við það minnkaði kolefnislosun fiskimjölsverksmiðjanna um sem nemur 260 þúsund tonnum af CO2 ígildum. Hlutur Brims í heildarnotkuninni var 194.885 MWst eða 21,61% sem sparaði þá brennslu á 18,9 milljón lítrum af olíu. Við það minnkaði kolefnislosun félagsins um 56 þúsund tonn af CO2 ígildum á tímabilinu.
Ákveðið var með undirskrift 22. júní 2020, að framlengja fyrri yfirlýsingu, þar sem aðilar eru sammála um að vinna áfram að þeim markmiðum sem lýst var í fyrri yfirlýsingu með því að Landsvirkjun stuðli eins og hægt er að auknu framboði skerðanlegrar orku og hefur Landsvirkjun í því sambandi lagt fram umsókn um undanþágu til Samkeppniseftirlitsins. FÍF mun jafnframt áfram stuðla að því að félagsmenn nýti frekar endurnýjanlega orkugjafa í starfseminni.
Viljayfirlýsing milli FÍF og Landsnets, Rarik, HS Veitna, um flutning og dreifingu raforku, þar sem aðilar munu vinna sameiginlega að bættum árangri í loftlagsmálum með hagkvæmari nýtingu fjárfestinga og innviða að leiðarljósi, var undirrituð 2018 og er enn í gildi.
Orkunýting
Kolefnisgjöld á eldsneyti
Markmið stjónvalda með álagningu kolefnisgjalds er að samræma skattlagningu jarðefnaeldsneytis með það að leiðarljósi að hvetja til orkuskipta, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla markvisst að orkusparnaði á öllum sviðum. Kolefnisgjald er skattur sem leggst á allt jarðefnaeldsneyti og er reiknað á hvern lítra af eldsneyti. Þannig er upphæð kolefnisgjalds ársins 11,75 krónur á hvern lítra af gas- og dísilolíu til skipa. Samanburður sýnir að frá 2015 til 2021 hefur kolefnisgjald á olíunotkun tæplega tvöfaldst.
Í töflunni hér að neðan sést þróunin á gjaldinu á einstakar tegundir ásamt útreikningi á kolefnisgjaldinu undanfarin sjö ár.
Kolefnisgjöld | Einingar | 2015 | 2016 | 2017 | 2018 | 2019 | 2020 | 2021 |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Kolefnisgjald, gas-og dísilolía | ISK/lítra | 5,84 | 6,00 | 6,30 | 9,45 | 10,40 | 11,45 | 11,75 |
Kolefnisgjald, bensín | ISK/lítra | 5,10 | 5,25 | 5,50 | 8,25 | 9,10 | 10,00 | 10,25 |
Kolefnisgjald, eldsneyti | ISK/kg | 7,23 | 7,40 | 7,75 | 11,65 | 12,80 | 14,10 | 14,15 |
Kolefnisgjald, hráolía o.s.frv. | ISK/kg | 6,44 | 6,60 | 6,90 | 10,35 | 11,40 | 12,55 | 12,85 |
Samtals kolefnisgjald | þ.kr. | 139.087 | 138.451 | 127.043 | 197.427 | 255.588 | 263.643 | 273.114 |
Orkunýting
Bifreiðar og tæki
Eldsneytisnotkun bifreiða og tækja er óveruleg í samanburði við skip og verksmiðjur. Á árunum 2020 og 2021 var örlítil hækkun úr 44.430 lítrum í 44.965 lítra. Samtals voru 21 bíll í rekstri sem var sami fjöldi og árið áður. Brim stefnir á aukna notkun rafmagnsbíla og tvinnbíla á næstu árum. Samhliða því hefur félagið sett upp hleðslustöðvar fyrir bifreiðar félagsins, starfsfólk og gesti.
Með ákvörðun Umhverfisstofnunar 2020 að flokka úrgangsolíu sem endurvinnsluvöru í hringrásarhagkerfinu leiddi til þess að kolefnisspor félagsins lækkaði um 155 tCO2 ígilda milli ára.
Hringrásarhagkerfið
Brim eykur hlutfall endurunnins úrgangs í hringrásarhagkerfið
Á árinu hefur félagið náð athyglisverðum árangri í úrgangsmálum þó svo almennur rekstrarúrgangur hafi aukist á árinu um rúmlega 131 tonn frá árinu 2020. Þrátt fyrir það hefur hlutfall rekstrarúrgangs sem fer til endurvinnslu farið úr 65% árið 2020 í 73% árið 2021. Hækkun á endurunnum úrgangi var því 174 tonn sem leiðir af sér lægra kolefnisspor sem nemur 226 tCO2 ígildi milli ára. Frá árinu 2018 til 2021 hefur þessi lækkun numið 392 tCO2 ígildi.
Á seinni hluta ársins 2020 gaf Umhverfisstofnun út ráðgefandi álit um endurnýtingu úrgangs fyrir framleiðslu á svokallaðri verksmiðjuolíu sem unnin er úr úrgangsolíu. Úrgangsolíuna skal flokka sem endurvinnsluvöru eftir að hafa farið í gegnum ákveðið endurnýtingarferli sem uppfylla þarf skilyrði stofnunarinnar. Markmiðið er að stuðla að hringrásarhagkerfi og sjálfbærari auðlindanýtingu þar sem hráefni haldast innan hagkerfisins. Þessi ákvörðun stofnunarinnar leiðir til þess að kolefnislosun úrgangsolíu sem almenns rekstrarúrgangs lækkaði kolefnisspor félagsins um 155 tCO2 ígilda milli ára.
Veiðarfæri hafa alltaf verið stór hluti af úrgangi útgerðar. Eitt af því sem félagið kaupir til rekstursins eru svokallaðar rockhopperalengjur sem togveiðiskip félagsins hafa notað í meira en þrjá áratugi. Þegar líftíma þeirra líkur hafa þær farið í urðun.
Eitt af markmiðum Brims á síðasta ári var að finna í samvinnu við birgja, endurvinnslufarveg fyrir þetta hráefni í stað þess að urða og koma rockhopperalengjum þannig í endurvinnslu innan hringrásarhagkerfisins.
Rockhopperar eru úr stáli og gúmmíi og komu á sínum tíma í stað hefðbundinnar bobbingjalengju sem notuð er fremst á neðra byrði trollsins. Rockhopperar eru framleiddir úr gömlum og notuðum stálstyrktum vinnuvéladekkjum.
Í upphafi reyndist erfitt að finna fyrirtæki, hér á landi og erlendis sem réð við að vinna nýtanlega afurð úr stálstyrktu gúmmíinu. Að lokum fannst fyrirtæki í Hollandi sem tók hráefnið til sín og endurvann 75 tonn af rockhopperum frá Brimi á árinu. Það skilar sér í lækkun kolefnisspors um 66 tCO2 ígilda.
Umhverfisstofnun birtir opinberlega leiðbeiningar um hvaða losunarstuðla skuli nota til að reikna út losun frá helstu uppsprettum gróðurhúsalofttegunda í rekstri fyrirtækja. Markmiðið er að aðstoða við samantekt losunargagna og að gögnin séu í samræmi við Landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda, sem íslensk stjórnvöld taka saman og skila til loftlagssamnings Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC). Þetta er annað árið í röð sem umhverfisuppgjör Brims fylgir þessum viðmiðunum við birtingu umhverfisuppgjörs félagsins þar sem það á við.
Losunarstuðull fyrir urðun á úrgangi lækkaði á árinu 2021 og fór úr 1,30 í 0,88. Fyrri losunarstuðull var metin miðað við meðalsamsetningu urðaðs úrgangs í Evrópu en nýi stuðullinn notar meðalsamsetningu úrgangs sem farið hefur til urðunar á Íslandi síðustu 20 árin. Þessi breyting skilar sér í lækkun á kolefnisspori úrgangs um 166 tCO2 ígilda á árinu.
Brim hefur undanfarin ár litið á flokkaðan úrgang sem verðmætt hráefni frá rekstri. Sífellt er verið að þróa aðferðir til að endurnýta flokkaðan úrgang. Til að mynda er stór hluti af öllu plasti sem fellur til hjá Brimi í dag, endurunnið. Af þeim 52 tonnum af plasti sem féllu til á árinu fóru 23 tonn af plasti til endurvinnslu eða 44%. Það lækkar kolefnisspor félagsins um 20 tCO2 ígilda á árinu.
Ábyrgar veiðar
Ráðstöfun veiðafæraúrgangs
Eins og áður endurvinnur Brim öll veiðafæri sem ekki er hægt að nýta lengur til veiða í samstarfi við Hampiðjuna. Áhafnir skipa og starfsfólk flokkunarstöðva félagsins fjarlæga þá hluta veiðafæra sem hægt er að endurvinna eða koma í endurnýtingu innan félagsins en afgagnum er skilað til Hampiðjunnar sem sker burt aðra nytjahluti, fjarlægir óendurvinnanlega efnisbúta, sem eru urðaðir og selur annað til erlendra endurvinnsluaðila. Erlendis eru endurunnin veiðafæri nýtt til plastgerðar.
Hampiðjan vinnur náið með Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og skilar til SFS tölum yfir útflutt magn veiðarfæraúrgangs frá Brimi og öðrum sjávarútvegsfélögum sem áframsendir þær upplýsingar til Úrvinnslusjóðs samkvæmt samningi við sjóðinn. SFS er með samning við Úrvinnslusjóð um að samtökin beri ábyrgð á að úrgangsveiðarfæri úr gerviefnum séu endurunnin. Um leið er nýtt heimild til undanþágu á úrvinnslugjaldi á veiðarfærum úr gerviefnum.
Ekki urðu nein óhöpp á árinu 2021 þannig að veiðafæri yrðu eftir í sjó.
Ráðstöfun/tegund | Magn kg | Endurvinnsla kg | Urðun kg | Verktakar kg |
---|---|---|---|---|
Fiskitroll PE/PP/PEP | 24.477 | 24.477 | ||
Flottroll PA Multifilament | 2.351 | 2.351 | ||
Nótaefni PA Multifilament | 5.108 | 5.108 | ||
Netaafskurður PA Monofilament | 1.200 | 1.200 | ||
Lina PA Impregnated | ||||
Netateinar og kaðlar PES/PE/PA | ||||
Flot | ||||
Rockhoppers | 74.764 | 74.764 | ||
Brotamálmur - Járn | 20.781 | 20.781 | ||
Samtals | 128.681 | 123.573 | 0 | 5.108 |
Svokallaðir rockhopperar eru hluti af veiðarfærum skipa, framleiddir úr stálsyrktum vinnuvéladekkjum, sem notaðir eru fremst á neðra byrði trollsins. Brim fluttti út til Hollands 75 tonn af þessu hráefni, sem annars fór til urðunar, og skilaði sér í lækkun kolefnisspors félagsins um 66 tCO2 ígilda.
Kælimiðlar
Losun vegna kælimiðla var 4.801 tCO2ígildi á árinu, sem er aukning frá árinu á undan en þá var losunin 2.834 tCO2 ígildi 2020. Brim hefur sett sér það markmið að ljúka útskiptum að stærstum hluta freon kælimiðla fyrir umhverfisvænni kælimiðla fyrir árslok 2025.
Endurvinnsla á úrgangi hækkaði um 174 tonn í samanburði við fyrra ár. Það hafði áhrif á lækkun kolefnisspors félagsins um 226 tCO2 ígilda milli ára. Frá árinu 2018 til 2021 hefur þessi lækkun numið 392 tCO2 ígilda.
Flutningur
Flutningur sjávarafurða á erlenda markaði er einn af stærri þáttum í rekstri Brims. Í töflunni hér að neðan er sýnd greining á kolefnisspori vegna flutnings á ferskum og frystum botnfiskafurðum til kaupenda á erlendum mörkuðum. Útflutt magn frystra og ferskra botnfiskafurða árið 2021 var um 43 þúsund tonn. Heildarmagn þess hluta flutnings sem ber kolefnislosun nam 22.113 tonnum eða 5.018 tonnum af CO2 ígildum sem er tæp 7,0% af heildarlosun félagsins.
Flutningur
Kolefnisspor flutninga helstu botnfisktegunda
Heiti | Magn tonn | Magn % | Tonn CO2 ígildi | CO2 ígildi % | Kg CO2 ígildi á tonn afurð |
---|---|---|---|---|---|
Þorskur | 8.795 | 39,8% | 3.107 | 61,9% | 354 |
Karfi | 6.728 | 30,4% | 1.154 | 23,0% | 171 |
Ufsi | 5.139 | 23,2% | 643 | 12,8% | 125 |
Ýsa | 1.149 | 5,2% | 98 | 2,0% | 85 |
Annað | 302 | 1,4% | 16 | 0,3% | 50 |
Samtals | 22.113 | 100% | 5.018 | 100% | 227 |
* Taflan sýnir meðaltalsútreikning á CO2 ígildum af útfluttu heildarmagni botnfisks sem tekur með sér útreikning á CO2 ígildum. Kolefnisspor einstakra tegunda ræðst af mismunandi vinnsluaðferðum, flutningsmáta, afhendingarskilmálum og markaðssvæðum. Mikilvægt er að taka tillit til þessara forsendna þegar verið er að álykta einhverjar niðurstöður út frá þessum tölum og berum saman á milli ára.
** Við útreikninga á áætluðum CO2 ígilda eru notaðar reiknivélar Eimskips, Samskipa, Icelandair, Pier2Pier.com og sea-distances.org.
Þegar kolefnisspor vegna flutninga á einstökum fisktegundum er skoðað kemur í ljóst að stærstu kolefnissporin eru vegna flutnings á þorski, karfa og ufsa frá vinnslu félagsins til viðskiptavina. Útflutningur á þessum þremur tegundum nam 20.662 tonnum eða 47,9% af heildarútflutningi botnfiskafurða Brims árið 2021.
Ef kolefnisspor vegna flutnings á þessum tegundum er reiknað fyrir hvert kg CO2 ígildi á hvert tonn afurða, kemur í ljós, að í þorski eru þau að meðaltali 354 kg, í karfa 171 kg og í ufsa 125 kg fyrir árið 2021.
Við útflutning á 22.113 tonnum af botnfiskafurðum félagsins losna að meðaltali um 227 kg af CO2 ígildum á hvert tonn afurða.
Flutningur
Kolefnisspor flutninga á frystum og ferskum botnfiskafurðum
Afurðir | Skip | Flug | Samtals |
---|---|---|---|
Sjófrystar afurðir | |||
Magn tonn | 11.233 | 11.233 | |
CO2 tonn ígildi | 1.538 | 1.538 | |
CO2 tonn % | 100% | 100% | |
Landfrystar afurðir | |||
Magn tonn | 4.789 | 4.789 | |
CO2 tonn ígildi | 392 | 392 | |
CO2 tonn % | 100% | 100% | |
Ferskur fiskur | |||
Magn tonn | 5.324 | 767 | 6.091 |
CO2 tonn ígildi | 519 | 2.569 | 3.087 |
CO2 tonn % | 87% | 13% | 100% |
Samtals magn í tonnum | 21.346 | 767 | 22.113 |
Samtals magn í % | 96,5% | 3,5% | 100% |
Samtals CO2 ígildi í tonnum | 2.449 | 2.569 | 5.018 |
Samtals CO2 ígildi í % | 48,8% | 51,2% | 100% |
*Losun gróðurhúsalofttegunda er venjulega mæld í tonnum svokallaðra koltvísýringsígilda (tCOÍ). Koltvísýringsígildi er mælieining sem lýsir því magni koltvísýrings sem hefur sama hnatthlýnunarmátt GWP (Global Warming Potential) og tiltekin blanda annarra gróðurhúsalofttegunda. Til að mynda jafngildir metan (CH₄) 28 koltvísýringsígildum og (nituroxíð (N₂O) 265 koltvísýringsígildum.
** Við útreikninga á áætluðum CO2 ígilda eru notaðar reiknivélar Eimskips, Samskipa, Icelandair, Pier2Pier.com og sea-distances.org.
Hlutfall heildarútflutnings afurða sem taka með sér CO2 ígildi er 96,5% með skipum á árinu eða sem nemur 21.346 tonnum af afurðum. Kolefnissporið vegna skipaflutninga var 2.449 tonn af CO2 ígildum eða 48,8% af heildarlosuninni.
Flugfrakt var á sama tíma 767 tonn eða 3,5% af útfluttu heildarmagni og losun á CO2 ígildum var 2.569 tonn. Það gerir 51,2% af heildar kolefnisspori vegna flutninga á afurðum Brims á erlenda markaði.
Það er ljóst að útflutningur með skipum er mun umhverfisvænni flutningsmáti en flutningur á afurðum með flugi.
Á árinu 2021 lækkaði Umhverfisstofnun losunarstuðul úrgangs úr 1,30 í 0,88. Þessi kerfisbreyting stofnunarinnar, að breyta meðalsamsetningu urðaðs úrgangs í Evrópu í meðalsamsetningu urðun úrgangs á Íslandi síðustu 20 árin, skilaði sér í lækkun á kolefnisspori hjá félaginu um 166 tCO2 ígilda á árinu.
Flutningur
Kolefnisspor flutninga á frystum uppsjávarafurðum ásamt fiskimjöli og lýsi
Í töflunni hér að neðan er sýnd greining á kolefnisspori vegna flutnings á uppsjávarafurðum til kaupanda á erlendum mörkuðum.
Útflutt magn uppsjávarafurða á árinu var 43.409 tonn. Heildarmagn þess hluta flutnings sem ber kolefnislosun við flutning nam 18.073 tonnum eða 737 tonnum af CO2 ígildum, sem er rúm 0,84% af heildarlosun félagsins.
Magn tonn | CO2 tonn ígildi. | |
---|---|---|
Fiskimjölsverksmiðjur | ||
Fiskimjöl og lýsi | 18.073 | 737 |
Hlutfall magns og CO2 í % | 98% | 100% |
Uppsjávarfrysting | ||
Frysting afurða | 445 | |
Hlutfall magns og CO2 í % | 2% | 0% |
Samtals magns og CO2 í kg. | 18.518 | 737 |
*Losun gróðurhúsalofttegunda er venjulega mæld í tonnum svokallaðra koltvísýringsígilda (tCOÍ). Koltvísýringsígildi er mælieining sem lýsir því magni koltvísýrings sem hefur sama hnatthlýnunarmátt GWP (Global Warming Potential) og tiltekin blanda annarra gróðurhúsalofttegunda. Til að mynda jafngildir metan (CH₄) 28 koltvísýringsígildum og (nituroxíð (N₂O) 265 koltvísýringsígildum.
**Við útreikninga á áætluðum CO2 ígilda eru notaðar reiknivélar Eimskips, Samskipa, Icelandair, Pier2Pier.com og sea-distances.org
Hlutfall fiskimjöls og lýsis sem taka með sér CO2 ígidi er þá 98% af heildarmagninu eða sem nemur 18.073 tonnum af afurðum. Kolefnissporið vegna afurðanna var 737 tonn af CO2 ígildum.
Hlutur frystra uppsjávarafurða var 2% af heildar magni eða 445 tonn. Þar sem viðkomandi afurðir voru afhentar hér innanlands þá hefur kolefnisspor á þeim akstri verið tekið inn í umhverfisuppgjörið undir liðnum akstur innanlands.
Flutningur
Kolefnisspor flutninga helstu uppsjávarafurða
Heiti | Magn tonn | Magn % | Tonn CO2 ígildi | CO2 ígildi % | Kg CO2 ígildi á tonn afurð |
---|---|---|---|---|---|
Kolmunni | 9.329 | 50,4% | 467 | 63,4% | 50 |
Síld | 7.735 | 41,8% | 227 | 30,8% | 29 |
Loðna | 1.379 | 7,4% | 43 | 5,8% | 31 |
Loðnuhrogn | 75 | 0,4% | 0 | 0,0% | 0 |
Samtals | 18.518 | 100% | 737 | 100% | 40 |
* Taflan sýnir meðaltalsútreikning á CO2 ígildum af útfluttu heildarmagni uppsjávartegunda sem tekur með sér útreikning á CO2 ígildum. Kolefnisspor einstakra tegunda ræðst af mismunandi vinnsluaðferðum, flutningsmáta, afhendingarskilmálum og markaðssvæðum. Mikilvægt er að taka tillit til þessara forsendna þegar verið er að álykta einhverjar niðurstöður út frá þessum tölum og berum saman á milli ára.
** Við útreikninga á áætluðum CO2 ígilda eru notaðar reiknivélar Eimskips, Samskipa, Icelandair, Pier2Pier.com og sea-distances.org.
Þegar skoðað er kolefnisspor á flutningi einstakra fisktegunda þá er stærsta kolefnissporið vegna flutnings á kolmunna, síðan síld og loks loðnu.
Ef kolefnisspor vegna flutnings á þessum tegundum er reiknað fyrir hvert kg CO2 ígilda á hvert tonn afurðar, kemur í ljós, að í kolmunna er meðaltalið 50 kg, í síld 29 kg og í loðnu 31 kg. Þar sem loðnuhrognin voru afhent hér innanlands þá hefur kolefnisspor á akstrinum verið tekið undir þann lið í umhverfisuppgjörinu.
Við útflutning á 18.518 tonnum af uppsjávarafurðum félagsins losna að meðaltali um 40 kg af CO2 ígildum á hvert tonn afurðar.
Kolefnisspor afurða Brims
Brim setur nú í fyrsta sinn fram kolefnisspor afurða félagsins, sem eru byggð eru á gögnum úr umhverfisuppgjöri félagsins og samkvæmt ISO 22948:2020 (Carbonfootprint for seafood).
Settar eru fram eftirfarandi sviðmyndir varðandi flutninga:
- Ferskar afurðir með flugi til Parísar
- Ferskar afurðir með flugi til Boston
- Ferskar afurðir með skipi í gámum til Rotterdam
- Frystar afurðir með skipi í gámum til Rotterdam
- Losun vegna flutninga á mjöl og lýsi er tekið úr umhverfisuppgjöri félagsins
Kolefnisspor afurða ísfiskskip og botnfiskvinnsla
Um er að ræða vinnslu á þorski, ufsa og karfa sem er veiddur af togurum félagsins unnin í frystihúsinu við Norðurgarð í Reykjavík.
Verulegur munur er á kolefnisspori afurða eftir því hvort um er að ræða flutning á ferskum afurðum á erlendan markað með flugi eða gámaskipi. Með auknum gæðum og markvissri stýringu veiða, vinnslu og markaðssetningar hefur tekist að auka hlut gámaflutninga með skipi verulega og draga með því úr kolefnisspori. Á árinu 2021 þá var 69% af ferskum afurðum framleiddum í fiskiðjuverinu Norðurgarði flutt í gámum með skipi og 31% með flugi. 40% af því sem fór í flug fór til USA og Kanada.
Frauðplastkassar sem notaðir eru sem umbúðir fyrir ferskar afurðir taka til sín hærra kolefnisspor en umbúðir utan um frystar afurðir og skýrir það mismun CO2 fótspori í vinnslu eftir því hvort um er að ræða ferskar eða frosnar afurðir.
Kolefnissporið lækkar frá árinu á undan, sem fer saman með að olíunotkun á veitt tonn minnkar hjá togurum félagsins þ.e. veiðarnar gengu betur. Á árinu 2020 var þriggja mánaða stopp í fiskiðjuverinu í Norðurgarði vegna endurnýjunar á vinnslubúnaði. Full vinnsla var allt árið í fiskiðjuverinu 2021 og þar af leiðandi meiri framleiðsla og betri orkunýting, sem kemur fram í lægra kolefnisspori.
Niðurstöðurnar eru í takt við lífsferilgreiningar, sem Matís hefur gert á veiðum, landvinnslu og flutningum á þorski, sem sýna fram á að kolefnissporið er mjög lágt í samanburði við aðra matvöru.
Kolefnisspor afurða frystiskipa
Samantektir nær til veiðar og vinnslu á öllum botnfisktegundum sem eru veiddar og unnar um borð í frystiskipum félagssins. CO2íg/kg á afurð vegna flutninga miðast við flutning á frystum afurðum með gámun frá Reykjavík til Rotterdam. Ef varan er síðan flutt frá Rotterdam til Qingdao í Kína þá bætist við 0,40 CO2íg/kg afurð.
Kolefnisspor frystiskipa er talsvert meira en frystra afurða ísfiskskipa og landvinnslu, Óveruleg breytingin er á kolefnisspori sjófrystra afurða á milli ára.
Kolefnisspor afurða uppsjávarveiða og vinnsla
Samantektin nær til veiða og vinnslu á öllum uppsjávarfisk sem eru veiddur af skipum félagsins og unnar á Vopnafirði og á Akranesi. auk þess sem bein sem unnin eru í fiskimjölsverksmiðjunni Akranesi meðtalin.
Miðað er við flutning frystra afurða með gámum til Rotterdam, en kolefnisspor flutninga á mjöl og lýsi er samkvæmt gögnum úr umhverfisuppgjöri félagsins. Kolefnissporið lækkar milli áranna 2020 og 2021, sem kemur heim og saman við meiri veiði á hvert tonn olíu á árinu.
Brim fékk Matís til að yfirfara aðferðafræði og framsetningu á útreikningum og sannreyna að þeir samræmist ISO 22948:2020 (Carbon footprint for seafood – Product category rules (CFP-PCR) for finfish), sem er byggður á aðferðafræði fyrir Lífsferilgreiningu (ISO 14040, ISO 14044). Matís reiknaði einnig út kolefnisspor vegna flutninga, sem unnin er samkvæmt CML-IA Baseline v3.06. Gagnagrunnur er EcoInvent v3.6 og forrit SimaPro v9.2
Umhverfisuppgjör
Samanburður á milli ára
Þegar horft er til heildar kolefnisfótspors félagsins. Þá telur félagið markvissari aðferð að horfa til mælikvarða sem endurspeglar samanburð á kolefnisfótspori félagsins út frá grunnári, þegar félagið hóf fyrst að reikna fótspor félagsins. Á árinu 2021 losaði félagið 66.965 tCO2Í og hafði þá farið minnkandi frá árinu 2015 þegar félagið losaði 71.688 tCO2Í eða lækkun upp á 4.723 tCO2Í eða 7,1%. Helstu breytur sem hafa haft áhrif á þessa þróun eru nokkrar, þó má sérstaklega nefna innkaupastefnu félagsins við olíukaup síðustu ára.
Bætt upplýsingagjöf um umfang 3
Sú nýjung sem birtist í umhverfisskýrslu félgsins í ár er kolefnislosun sem snýr að umfangi 3. Á síðustu árum höfum við birt takmarkaðar upplýsingar um þennan þátt en teljum að með núverandi upplýsingum í skýrslu ársins séum við að ná yfir 90% af kolefnisspori umfangs 3.
Umfang 3 tekur á losun gróðurhúsalofttegunda sem koma frá ytri aðgerðum félagsins en ekki beint frá verkferlum þess eða eignum. Hér er átt við t.d. bílaleigubíla, flugferðir starfsfólks, innanlandsflutning vara og hráefnis, inn- og útflutningur vara/afurða til og frá félaginu, ferðir starfsfólks til og frá vinnu ásamt upplýsingum um kolefnisspor á hverja framleiðslueiningu aðfanga.
Framleiðslueining aðfanga er til dæmis olía, smurolía, veiðarfæri og tengdar vörur, umbúðir, frauðplast, tré- og plastbretti, íblöndunarefni ásamt hreinsiefnum.
Þar sem upplýsingar um kolefnisspor framangreindra liða eru nú í fyrsta sinn færðar inn í umhverfisuppgjör félagsins þá veldur það hækkun á CO2 ígildum fyrir árið 2021, samanborið við uppgjör fyrri ára.
Umhverfisuppgjör
Einingar | 2021 | 2020 | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 | 2015 | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
U1. Losun gróðurhúsaloftegunda | ||||||||
Umfang 1 | tCO2 ígildi | 71.030 | 68.463 | 66.201 | 62.983 | 59.340 | 69.963 | 70.648 |
Umfang 2 | tCO2 ígildi | 305 | 524 | 564 | 686 | 696 | 607 | 934 |
Umfang 3 | tCO2 ígildi | 21.067 | 8.972 | 4.512 | 488 | 162 | 221 | 106 |
Samtals | tCO2 ígildi | 92.402 | 77.959 | 71.277 | 64.157 | 60.198 | 70.791 | 71.688 |
Kolefnispor út frá grunnári | tCO2 ígildi | 66.965 | 66.153 | 63.617 | 62.400 | 60.198 | 70.791 | 71.688 |
U2. Losunarkræfni | ||||||||
Losunarkræfni orku | kgCO2í/MWst | 214 | 218 | 203 | 194 | 187 | 210 | 189 |
Losunarkræfni starfsfólks | tCO2í/stöðugildi | 87 | 87 | 80 | 81 | 72 | 82 | 90 |
Losunarkræfni á hvern fermetra | kgCO2í/m² | 1.127 | 1.113 | 1.174 | 1.152 | 1.014 | 1.192 | 1.207 |
Losunarkræfni heildartekna | tCO2í/m. EUR | 172 | 226 | 235 | 296 | 277 | 352 | 317 |
Br. á losunarkræfni heildartekna frá grunnári (KPi1) | % | 45,6% | 28,7% | 23,2% | 6,6% | 12,7% | -11,0% | - |
Breyting í heildar losun frá grunnári | % | 6,6% | 7,7% | 11,3% | 13,0% | 16,0% | 1,3% | - |
U3. Orkunotkun | ||||||||
Orka vegna notkunar jarðefnaeldsneytis | KWst | 244.827.077 | 239.483.301 | 249.982.922 | 244.186.930 | 243.089.969 | 271.398.866 | 283.230.751 |
Raforkunotkun | KWst | 50.034.359 | 49.065.946 | 50.231.379 | 64.333.016 | 62.907.370 | 50.318.907 | 67.357.940 |
Orka frá heitu vatni til húshitunar | KWst | 17.982.088 | 14.693.256 | 13.866.060 | 13.608.598 | 16.155.210 | 15.811.409 | 28.848.550 |
Endurnýtanleg orkunotkun alls | KWst | 312.843.524 | 303.242.503 | 314.080.361 | 322.128.544 | 322.152.549 | 337.529.182 | 379.437.241 |
U4. Orkukræfni | ||||||||
Starfsmanna | kWst/stöðugildi | 408.412 | 394.334 | 393.584 | 416.725 | 383.972 | 392.933 | 476.082 |
Heildartekna | kWst/m. EUR | 806.506 | 1.037.081 | 1.158.113 | 1.528.849 | 1.482.524 | 1.679.250 | 1.678.926 |
Fermetra | kWst/m² | 5.263 | 5.106 | 5.798 | 5.946 | 5.424 | 5.683 | 6.388 |
Veiða | kWst/veitt tonn | 2.129 | 2.369 | 2.251 | 1.928 | 2.113 | 2.379 | 2.158 |
U5. Samsetning orku | ||||||||
Jarðefnaeldsneyti | % | 78,3% | 79,0% | 79,6% | 75,8% | 75,5% | 80,4% | 74,6% |
Endurnýjanleg orka (KPi3) | % | 21,7% | 21,0% | 20,4% | 24,2% | 24,5% | 19,6% | 25,4% |
U6. Vatnsnotkun | ||||||||
Kalt vatn | m³ | 532.995 | 377.301 | 611.470 | 758.932 | 732.605 | 768.998 | 916.283 |
Heitt vatn | m³ | 310.036 | 253.332 | 239.070 | 234.631 | 278.538 | 272.611 | 497.389 |
Vatnsnotkun alls | m³ | 843.031 | 630.633 | 850.540 | 993.563 | 1.011.143 | 1.041.609 | 1.413.672 |
U7. Umhverfisstarfssemi | ||||||||
Fylgir fyrirtæki formlegri umhverfisstefnu? | Já/Nei | Já | Já | Já | Já | Já | Já | Já |
Fylgir fyrirtæki sérstökum úrgangs-, vatns-, orku-og/eða endurvinnslustefnum? | Já/Nei | Já | Já | Já | Já | Já | Já | Já |
Notar fyrirtækið viðurkennt orkustjórnunarkerfi? | Já/Nei | Já | Já | Já | Já | Já | Já | Já |
U8. Loftlagseftirlit stjórnar | ||||||||
Hefur stjórn yfirumsjón með og/eða stýrir loftslagstengdri áhættu? | Já/Nei | Já | Já | Já | Já | Já | Já | Já |
U10. Mildun loftlagsáhættu | ||||||||
Heildarfjármagn sem árlega er fjárfest í loftslagstengdum innviðum, seiglu og vöruþróun | þús. kr. | 86.636 | 486.388 | 78.798 | 429.493 | 209.735 | 104.629 | 78.189 |
Meðhöndlun úrgangs
Eining | 2021 | 2020 | 2019 | 2018 | 2017 | |
---|---|---|---|---|---|---|
Heilldarmagn úrgangs | kg | 1.251.368 | 1.688.805 | 1.028.549 | 986.414 | 1.126.676 |
Framkvæmdaúrgangur | kg | 49.900 | 642.635 | 49.982 | 39.510 | 159.820 |
Lífrænn úrgangur frá framleiðsluferlum | kg | 94.817 | 70.514 | 40.212 | 144.558 | 131.186 |
Almennur rekstarúrgangur | kg | 1.106.651 | 975.656 | 938.355 | 802.346 | 835.667 |
Þar af flokkaður úrgangur | kg | 820.193 | 797.779 | 740.775 | 609.249 | 652.603 |
Þar af til endurvinnslu | kg | 806.811 | 632.877 | 553.618 | 505.129 | 591.120 |
Þar af óflokkaður úrgangur | kg | 286.458 | 177.877 | 197.580 | 193.097 | 183.064 |
Almennur rekstarúrgangur til urðunar | kg | 299.840 | 342.779 | 384.737 | 297.217 | 244.547 |
Hlutfall flokkaðs rekstarúrgangs | % | 74% | 82% | 79% | 76% | 78% |
Hlutfall endurunnins rekstarúrgangs | % | 73% | 65% | 59% | 63% | 71% |
Losun vegna úrgangs samtals | tCO2íg | 347 | 728 | |||
Þar af framkvæmdaúrgangur | tCO2íg | 0 | 171 | |||
Þar af rekstrarúrgangur | tCO2íg | 264 | 465 | |||
Þar af lífrænn úrgangur frá framleiðsluferlum | tCO2íg | 83 | 92 | |||
Úrgangskræfni | ||||||
Starfsmanna | tonn/stöðugildi | 1,44 | 2,20 | 1,29 | 1,28 | 1,34 |
Tekna (KPi2) | tonn/m.eur | 2,85 | 3,34 | 3,59 | 3,81 | 3,85 |
Meðhöndlun pappírs
Eining | 2021 | 2020 | 2019 | 2018 | 2017 | |
---|---|---|---|---|---|---|
Þyngd prentaðs pappírs | kg | 488 | 654 | 831 | 866 | 919 |
Heildarmagn prentaðs pappírs | blaðsíður | 97.736 | 131.128 | 166.642 | 173.656 | 184.275 |
Þar af litaprentun | % | 58% | 57% | 56% | 58% | 71% |
Þar af svart-hvít prentun | % | 42% | 43% | 44% | 42% | 29% |
Þar af prentun á báðar hliðar | % | 35% | 29% | 28% | 29% | 23% |
Veiði og eldsneytisnotkun
Eining | 2021 | 2020 | 2019 | 2018 | 2017 | |
---|---|---|---|---|---|---|
Veiði | ||||||
Veiði ísfisktogara | tonn | 26.198 | 19.177 | 22.410 | 29.302 | 24.140 |
Veiði uppsjávarskipa | tonn | 95.590 | 81.582 | 88.725 | 119.950 | 109.281 |
Veiði frystitogara | tonn | 25.202 | 27.269 | 28.378 | 17.935 | 19.039 |
Heildarveiði | tonn | 146.973 | 128.028 | 139.513 | 167.088 | 152.460 |
Eldsneytisnotkun skipaflota | ||||||
Eldsneytisnotkun ísfisktogara | lítrar | 6.255.537 | 5.689.281 | 5.650.710 | 6.796.381 | 5.956.214 |
Þar af í rannsóknarstörf | lítrar | 0 | 298.068 | 372.498 | ||
Olíunotkun/veitt tonn (VT) | lítrar/VT | 239 | 281 | 236 | 232 | 247 |
Losun GHL ísfisktogara | tCO2Í | 17.725 | 16.216 | 16.113 | 18.865 | 16.221 |
Losun GHL/veitt tonn (VT) | tCO2Í/VT | 0,68 | 0,80 | 0,67 | 0,64 | 0,67 |
Eldsneytisnotkun uppsjávarskipa | lítar | 7.525.638 | 7.297.512 | 6.144.762 | 8.194.585 | 6.463.549 |
Olíunotkun/veitt tonn (VT) | lítrar/VT | 79 | 89 | 69 | 68 | 59 |
Losun GHL uppsjávarskipa | tCO2Í | 21.326 | 20.799 | 17.288 | 22.749 | 18.356 |
Losun GHL/veitt tonn (VT) | tCO2Í/VT | 0,22 | 0,25 | 0,19 | 0,19 | 0,17 |
Eldsneytisnotkun frystitogara | lítrar | 8.898.803 | 9.531.852 | 9.959.015 | 6.310.025 | 7.372.356 |
Olíunotkun/veitt tonn (VT) | lítrar/VT | 353 | 350 | 351 | 354 | 387 |
Losun GHL frystitogara | tCO2Í | 25.326 | 27.168 | 28.392 | 17.515 | 20.525 |
Losun GHL /veitt tonn (VT) | tCO2Í/VT | 1,01 | 1,00 | 1,00 | 0,98 | 1,08 |
Heildareldsneytisnotkun skipaflotans | lítrar | 22.679.978 | 22.518.645 | 21.754.487 | 21.301.291 | 19.792.119 |
Heildarlosun GHL fiskiskipa | tCO2Í | 64.377 | 64.183 | 61.793 | 59.126 | 55.102 |
Viðskiptaferðir
Viðskiptaferðir | Eining | 2021 | 2020 | 2019 | 2018 | 2017 |
---|---|---|---|---|---|---|
Flug | tCO2Í | 24 | 24 | 90 | ||
Bílaleigubílar | tCO2Í | 17 | 14 | 15 | ||
Samtals | tCO2í | 41 | 38 | 105 |
Flutningur á umbúðum
Umbúðir | Eining | 2021 | 2020 | 2019 | 2018 | 2017 |
---|---|---|---|---|---|---|
Keypt tré-og plastbretti undir afurðir | tCO2Í | 92 | 103 | 100 | 75 | |
Umbúðanotkun í vinnslu og frystitogurum | tCO2í | 165 | 94 |
LYKILTÖLUR
Lykiltölur | Eining | 2021 | 2020 | 2019 | 2018 | 2017 |
---|---|---|---|---|---|---|
Heildarvelta | m€ | 388 | 292 | 261 | 211 | 217 |
Fjöldi ársverka | fj.áv. | 766 | 769 | 798 | 773 | 839 |
Kolefnisgjald | millj.kr | 273 | 263 | 226 | 197 | 127 |
Fjárfesting í sjálfbærni | millj.kr | 87 | 486 | 79 | 429 | 210 |
Fjöldi mannvirkja | fj. | 25 | 25 | 23 | 23 | 26 |
Stærð húsnæðis | m2 | 59.439 | 59.394 | 54.174 | 54.172 | 59.394 |
Fjöldi skipa í rekstri að meðaltali yfir árið | fj. | 9 | 8 | 8 | 8 | 9 |
Þar af ísfiskskip | fj. | 4 | 3 | 3 | 4 | 4 |
Þar af frystitogarar | fj. | 2 | 3 | 3 | 2 | 3 |
Þar af uppsjávarskip | fj. | 3 | 2 | 2 | 2 | 2 |
Fjöldi bifreiða | fj. | 21 | 21 | 22 | 22 | 20 |
Þar af rafmagnsbílar | fj. | 2 | 3 | 3 | 3 | 3 |
Þar af tengitvinbílar | fj. | 3 | 2 | 1 | 3 | 2 |
Brot gegn umhverfislögum | já/nei | nei | nei | nei | nei | nei |
Umhverfisstjórnunarkerfi | já/nei | já | já | já | já | já |
Samningar innihalda ákvæði um umhverfismál | fj. | 20 | 19 | 17 | 17 | 13 |
Samfélagsverkefni
Íslensk tunga
Á árinu 2021 lagði Brim áherslu á verkefni sem tengjast íslenskri tungu. Um mitt ár var skrifað undir styrkar- og samstarfssamning milli Brims og Hins íslenska bókmenntafélags. Samningurinn er til fjögurra ára og mun styrkurinn nýtast félaginu á margvíslegan hátt.
Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember vakti Brim athygli á málsháttum og orðatiltækjum sem tengjast sjávarútvegi og sjósókn undir heitinu „Íslenskan er hafsjór”.
Allir leik- og grunnskólar landsins fengu í desember fyrstu sex bækurnar í bókarflokknum „Litla fólkið með stóru draumana” að gjöf frá Brimi. Bókaflokkurinn fjallar um fólk sem hefur með ýmsum hætti breytt sögunni síðustu árhundruðin.
Samfélagsverkefni
Umhverfi
Vaskur hópur starfsfólks Brims tók þátt í Síminn Cyclothon á árinu. Liðið hjólaði hringinn í kringum landið á rúmum 44 klukkustundum og safnaði um leið áheitum sem runnu til Landverndar.
Brim styrkti siglingu Seiglana umhverfis landið en tilgangurinn með siglingunni var að virkja konur til siglinga við Íslandsstendur og var yfirskrift ferðarinnar „Hafið er okkar umhverfi”.
Einnig styrkir Brim, Bláa herinn, sem hefur um árabil hreinsað strandlengjuna við Ísland.
Brim er einn styrktaraðila Arctic Circle ráðstefnunnar sem haldin er árlega á Íslandi.
Samfélagsverkefni
Samfélagið
Starfsstöðvar Brims eru í Reykjavík, á Vopnafirði og Akranesi og hefur Brim stutt við samfélagsverkefni á þessum stöðum með ýmsum hætti bæði beint og óbeint.
Björgunarsveitir eru starfræktar í öllum sveitarfélögum en þær eru reknar áfram af sjálfboðaliðum sem eru til taks hvenær sem er sólarhrings, þegar á þarf að halda. Björgunarsveit Akranes, Ársæll og Vopni nutu góðs af styrkjum frá Brim á árinu.
Mæðrastyrksnefndir í Reykjavík og á Akranesi eru sjálfboðaliðasamtök sem veita efnaminni fjölskyldum mikilvæga aðstoð allan ársins hring. Þá aðstoð er ekki hægt að veita án stuðnings frá fyrirtækjum sem styrkja nefndirnar með ýmsum hætti.
Brim hefur styrkt Team Rynkeby hjólreiðahópinn á Íslandi síðast liðin 2 ár. Hópurinn hjólar frá Rynkeby í Danmörku til Parísar ár hvert og safnar styrkjum frá félögum um leið. Allir styrkir sem safnast renna til félagasamtaka sem styrkja langveik börn og fjölskyldur þeirra.
Heimsþing kvennleiðtoga hefur verið haldið fjórum sinnum á Íslandi og er Brim einn styrktaraðilanna.
Samfélagsverkefni
Hvað ungur nemur, gamall temur
- Sjávarúvegskóli unga fólksins var haldinn í annað skiptið í Reykjavík á árinu 2021. Ýmis fyrirtæki sem tengjast sjávarútvegi koma að verkefninu auk Vinnuskóla Reykjavíkur og Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Skólinn hefur haft aðsetur í húsnæði Brims í Reykjavík.
- Brim styður Þorgrím Þráinsson, rithöfund, til að flytja fyrirlestur sinn „Verum ástfanginn af lífinu“ í öllum grunnskólum landsins, þeim að kostnaðarlausu.
Samfélagsverkefni
Breið þróunarfélag
Þann 2. júlí 2020 var Breið þróunarfélag stofnað af Brim og Akraneskaupstað á Breiðinni sem er vestasti hluti Akraneskaupstaðar.
Í gamla fiskiðjuverinu er boðið upp á aðstöðu fyrir hverskonar starfsemi og hefur fjöldi einstaklinga, fyrirtækja og skóla komið sér fyrir þar.
Í byrjun árs 2022 var auglýst hugmyndasamkeppni um skipulag og uppbyggingu á öllu Breiðarsvæðinu og verður áhugavert að fylgjast með þeim hugmyndum sem þar koma fram.
Nýsköpunarsmiðjan Fab Lab á Akranesi hefur aðsetur hjá Breið þróunarfélagi en það er í 50% eigu Brims. Smiðjan, sem er samstarfsvettvangur skóla og fyrirtækja á svæðinu, býður upp á aðgang að fjölbreyttum tækjabúnaði sem nýta má til framleiðslu og auðveldar þeim sem þangað sækja að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Hægt verður að móta, hanna og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.